SKÁLDSAGA

För Gúllívers til Putalands

Sögurnar um ferðir Gúllívers hafa lengi notið mikillar hylli áhugasamra lesenda út um allan heim og gera enn í dag. Höfundur þessara frábæru sagna var írskur maður, Jonathan Swift, og hefur hann stundum verið nefndur mesti háðsádeiluskrifari sem ritað hefur á enska tungu. Með sögunum var Swift að skoða sitt eigið samfélag hlutlægum augum. Sjálfur sagðist hann hafa skrifað þær til að næra heiminn. Vöktu sögurnar mikla athygli þegar þær komu út og hafa gert alla tíð síðan, einkum fyrstu tvær sem gerast í Putalandi og Risalandi. Hafa þær gjarnan verið einfaldaðar og færðar í búning fyrir börn og notið sem slíkar gríðarlegrar hylli þó svo að ádeilan hafi stundum farið fyrir ofan garð og neðan.

Þessi þýðing eða endursögn var unnin af skáldinu Þorsteini Erlingssyni í kringum aldamótin 1900. Gaf hún íslenskum lesendum innsýn í þessa stórkostlegu sögu, þó svo að einungis sé um brot að ræða.


HÖFUNDUR:
Jonathan Swift
ÚTGEFIÐ:
2011
BLAÐSÍÐUR:
bls. 68

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :