Íslendingasögur

Hrafnkels saga Freysgoða

Hrafnkels saga Freysgoða (eða Hrafnkatla) er Íslendingasaga og jafnframt frægust allra Austfirðinga sagna. Hefur hún löngum verið mönnum hugleikin, sem m. a. má sjá af því að um enga aðra Íslendingasögu hefur verið skrifað meira nema ef væri Njálssaga. Þrátt fyrir að hún sé heldur knöpp í samanburði við margar aðrar Íslendingasögur skipa listræn efnistök og bygging henni á bekk með þeim bestu. Eins og aðrar Íslendingasögur er enginn skráður höfundur Hrafnkelssögu, en Hermann Pálsson, hefur komið fram með þá tillögu að höfundur hennar hafi verið Brandur Jónsson ábóti í Þykkvabæ og að hún sé skrifuð um eða rétt eftir miðja 13. öld, enda lést Brandur árið 1264.


HÖFUNDUR:
Óþekktur
ÚTGEFIÐ:
2011
BLAÐSÍÐUR:
bls. 53

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :

  • ...