Gestur Pálsson

Einn helsti boðberi raunsæisstefnunnar hér á landi var Gestur Pálsson og ólíkt mörgum öðrum hélt hann tryggð við þá stefnu alla tíð, enda samræmdist hún að öllu leyti lífsgildum hans. Honum var umhugað um þá sem minna máttu sín og vildi með sögum sínum benda á margt það sem betur mætti fara í samfélaginu og hugarfari broddborgaranna.